Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri Avaldsnes á Fanndísi Friðriksdóttur og félögum í Kolbotn.
Hólmfríður skoraði þrennu í fyrri hálfleik og bætti við marki í síðari hálfleik. Avaldsnes er í 4. sæti deildarinnar með 29 stig en Kolbotn í 6. sæti með 25 stig.
Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn og Guðmundur Kristjánsson kom inn á af bekknum í 1-0 útisigri Start á Hönesfoss í norsku úrvalsdeidlinni.
Liðin eiga í harðri botnbaráttu og stigin því mikilvæg fyrir nýliðana.
Steinþór Freyr Þorsteinsson byrjaði og Steven Lennon skoraði fyrir Sandnes Ulf í 2-0 heimasigri á Sarpsborg 08. Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson léku allan leikinn með gestunum sem sitja í botnsæti deildarinnar.
Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn með Brann sem tapaði 4-3 á útivelli gegn Välerenga. Brann er í 6. sæti með 33 stig.
Fríða skoraði fjögur | Mikilvæg stig til Start
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn



„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn

Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“
Enski boltinn