Erlent

Jafnaðarmenn enn stærsti flokkurinn í Danmörku

Helle Thorning Schmitt, foringi Jafnaðarmanna í kjörklefanum í gær.
Helle Thorning Schmitt, foringi Jafnaðarmanna í kjörklefanum í gær. Mynd/AFP
Jafnaðarmenn eru enn stærsti flokkurinn í sveitarstjórnum Danmerkur eftir kosningar gærdagsins. Flokkurinn fékk rétt tæp þrjátíu prósent atkvæða sem er þó heldur minna en í síðustu kosningum og sótti hægriflokkurinn Venstre aðeins í sig veðrið.

Úrslitin komu nokkuð á óvart en samkvæmt könnunum voru jafnaðarmenn að tapa miklu fylgi en sú reyndist ekki raunin. Þá halda þeir  borgarstjórastólunum í fjórum stærstu borgum landsins, í Óðinsvéum, Árósum og Álaborg, auk Kaupmannahafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×