Erlent

Hæsta og hraðskreiðasta rennibraut í heiminum

Stefán Árni Pálsson skrifar
The Verruckt Meg-A-Blaster í Kansas
The Verruckt Meg-A-Blaster í Kansas
Verkamenn í Kansas City í Bandaríkjunum vinna nú við það að reisa hæstu og hraðskreiðustu rennibraut í heiminum.

Rennibrautin hefur fengið nafnið „The Verruckt Meg-A-Blaster“ og hafa forsvarsmenn vatnsrennibrautagarðsins í Kansas staðfest að rennibrautin eigi eftir að bæta öll met.

Rennibrautin verður sú hæsta og hraðskeiðasta í heiminum en í dag er hæsta rennibraut í heiminum staðsett í vatnsrennibrautagarði í Brasilíu.

Hún ku vera 41 metra há og fer fólk niður hana á tæplega 100 kílómetra hraða.

Rennibrautin í Kansas verður opnuð fyrir almenning þann 23. maí á næsta ári en hér að neðan má sjá myndskeið frá byggingarstað garðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×