Erlent

Don Johnson fékk 2,5 milljarða í skaðabætur

Bandaríski leikarinn Don Johnson hefur fengið 19 milljónir dollara eða nærri 2,5 milljarða króna í skaðabætur frá kvikmyndaframleiðandanum Rysher Entertainment.

Um er að ræða vangoldnar tekjur til leikarans vegna hlutverks hans í sjónvarpsþáttaröðinni Nash Bridges.

Johnson hefur rekið dómsmál gegn framleiðandanum árum saman vegna málsins en niðurstaða þess er dómsátt og hefur leikarinn þegar fengið þessa fjárhæð greidda inn á bankareikning sinn.

Nash Bridges var vinsælasti sjónvarpsþátturinn á CBS stöðinni árin 1996 til 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×