Erlent

Ölið er ódýrara en vatn á tékkneskum veitingastöðum

Á flestum veitingastöðum í Tékklandi er hálfur lítri af öli nú ódýrari en sama magn af flöskuvatni eða gosi.

Heilbrigðisráðherra landsins hefur áhyggjur af þessari stöðu og vill bregðast við henni. Sérstaklega í ljósi þess að afar fá veitingahús í landinu bjóða upp á ókeypis vatn úr krana. Ráðherrann telur að hið ódýra öl leiði til aukinnar drykkju meðal unglinga.

Tékkar eru mestu öldrykkjumenn í heiminum. Hver þeirr drekkur að meðaltali 138 lítra af öli á ári en það er tvöfalt á við Bandaríkjamenn. Áfengisneysla unglinga á aldrinum 13 til 15 ára er hvergi meiri í heiminum en í Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×