Kolbeinn Sigþórsson kom ekkert við sögu þegar Ajax sló C-deildarlið IJsselmeervogels út úr hollensku bikarkeppninni í kvöld en Ajax er eitt af þremur Íslendingaliðum sem komust í átta liða úrslitin. Ajax vann leikinn 3-0.
IJsselmeervogels er í efsta sæti C-deildarinnar en það var ljóst hvernig færi í kvöld eftir að Ajax komst í 2-0 eftir aðeins níu mínútna leik.
Daninn Viktor Fischer skoraði tvö mörk fyrir Ajax í kvöld en þriðja markið skoraði Danny Hoesen. Fischer skoraði mark númer eitt og þrjú en hann er aðeins 19 ára gamall. Hoesen, sem er 22 ára, hefur hinsvegar skorað í öllum þremur umferðum bikarsins til þessa.
Tvö önnur Íslendingalið verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin. Bikarmeistarar AZ Alkmaar komust áfram eftir sigur á Heerenveen í gær og NEC fór áfram fyrr í kvöld.
Kolbeinn allan tímann á bekknum í bikarsigri Ajax
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn



Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Fleiri fréttir
