Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HB 1-1 Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 4. júlí 2013 18:45 Hermann Hreiðarsson. Mynd/Daníel Færeyingarnir í HB frá Þórshöfn náðu að skora mikilvægt útivallarmark og tryggja sér 1-1 jafntefli á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld þegar liðin mættust í forkeppni Evrópudeildarinnar. Gunnar Már Guðmundsson kom ÍBV í 1-0 í fyrri hálfleiknum en Johan Troest Davidsen jafnaði metin á 65. mínútu. Eyjamenn voru miklu mun betri í fyrri hálfleiknum og þá allra helst fyrstu mínútur leiksins þar sem þeir sundurspiluðu Færeyingana hvað eftir annað. Flott samspil Arnórs Eyvars Ólafssonar og Ian Jeffs skilaði svo marki á 16. mínútu leiksins þegar að Gunnar Már Guðmundsson fékk alltof mikinn tíma inni í teig andstæðinganna sem að hann nýtti til fulls. Eftir mark Eyjamanna var eins og slökkt hefði verið á þeim en þá drógu þeir sig aðeins neðar á völlinn sem hleypti HB aftur inn í leikinn. Hálfleiksræða Hermanns Hreiðarssonar virtist vera að skila árangri en hans menn gáfu heldur betur í eftir að flautað hafði verið til leiks í seinni hálfleik og bjuggu til enn fleiri færi. En eins og í fyrri hálfleik þá missti liðið tökin á leiknum og Færeyingarnir fóru að koma boltanum meira á framherja sína, sem sóttu aukaspyrnur inni á vallarhelmingi Eyjamanna. Ein slík aukaspyrna skilaði loks árangri á 65. mínútu þegar að hárnákvæm fyrirgjöf Christian Mouritsen fór á kollinn á Johan Troest Davidsen sem kom boltanum framhjá David James í markinu. Dökkklæddir leikmenn HB virtust vera nokkuð ánægðir með stöðuna því þeir tóku upp á því að tefja við hvert einasta tækifæri það sem eftir var og náðu að stöðva sóknaraðgerðir Eyjamanna og ganga stoltir af velli með útivallarmark, sem gæti verið nóg til þess að fleyta þeim áfram í næstu umferð. Gunnar Már Guðmundsson: Þetta var gríðarlega svekkjandi„Þetta var gríðarlega svekkjandi, við áttum að klára þá í fyrri hálfleik þar sem við fáum tækifæri til þess sem við nýtum ekki,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson markaskorari Eyjamanna í leiknum í kvöld gegn HB frá Færeyjum. Gunnar sagði markið hafa verið gríðarlegt kjaftshögg og hélt áfram og sagði: „Það vita allir hvað mark á útivelli telur mikið í svona keppni,“ sagði Gunnar Már en Færeyingar skoruðu jöfnunarmarkið nokkuð gegn gangi leiksins þegar um 25 mínútur voru eftir. „Við vorum búnir að horfa á myndbönd og vissum hvernig þeir myndu spila og þeir eiga bara eitt færi í leiknum. Eftir að við fáum markið á okkur þá dettur okkar leikur niður en við verðum bara að girða okkur í brók og taka þá á útivelli,“ sagði Gunnar sem er nokkuð bjartsýnn fyrir útileiknum en hann verður leikinn eftir slétta viku á gervigrasi í Færeyjum. Hermann Hreiðarsson: Þetta var aldrei aukaspyrna„Þeir sem horfa á þennan leik og skilja fótbolta þeir vita það alveg að við áttum að ganga frá þessari umferð í dag,“ sagði Hermann Hreiðarsson svekktur í leikslok eftir jafntefli sinna manna gegn HB frá Þórshöfn í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Eyjamenn fengu á sig jöfnunarmarkið eftir nokkuð ódýra aukaspyrnu sem dæmd var á Brynjar Gauta Guðjónsson, Hermann hafði þetta um málið að segja: „Þetta var aldrei aukaspyrna og þetta voru dýr mistök hjá dómaranum.“ „Við fáum færi til að skora 4-5 mörk og þessi umferð á að vera frágengin, en þetta jöfnunarmark er rosalegt kjaftshögg því þeir eru ekkert búnir að reyna á okkur og við erum með þennan leik í okkar höndum,“ sagði Hermann Hreiðarsson sem vildi einnig hrósa sínum mönnum fyrir flottan fótbolta sem sást á köflum í dag þar sem Eyjamenn tættu Færeyingana í sig. Fróði: Við erum ekki vanir því að spila á grasi„Auðvitað vildum við vinna en þetta eru nokkuð ásættanleg úrslit því núna eigum við útivallarmarkið og heimavöllinn eftir,“ sagði Fróði Benjaminsen fyrirliði HB Tórshavn eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn sterkum Eyjamönnum í dag. „Við byrjuðum illa, nokkrir af okkar leikmönnum runnu á vellinum því við erum ekki vanir að spila á grasi. Þeir byrjuðu mun betur en við sóttum í okkur veðrið og seinni hálfleikurinn var allt í lagi,“ sagði Fróði en Eyjamenn spiluðu mun betur í fyrri hálfleiknum og voru óheppnir að vera ekki búnir að setja fleiri mörk. „ÍBV er líkamlega sterkara lið heldur en liðin sem eru í færeysku deildinni og við vissum það fyrir leikinn. Þeir eru með leikmenn sem eru líkamlega sterkir en einnig með leikmenn sem eru snöggir,“ sagði Fróði að lokum sem getur prísað sig sælan með 1-1 jafntefli og útivallarmark fyrir heimaleikinn sem verður í næstu viku. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Færeyingarnir í HB frá Þórshöfn náðu að skora mikilvægt útivallarmark og tryggja sér 1-1 jafntefli á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld þegar liðin mættust í forkeppni Evrópudeildarinnar. Gunnar Már Guðmundsson kom ÍBV í 1-0 í fyrri hálfleiknum en Johan Troest Davidsen jafnaði metin á 65. mínútu. Eyjamenn voru miklu mun betri í fyrri hálfleiknum og þá allra helst fyrstu mínútur leiksins þar sem þeir sundurspiluðu Færeyingana hvað eftir annað. Flott samspil Arnórs Eyvars Ólafssonar og Ian Jeffs skilaði svo marki á 16. mínútu leiksins þegar að Gunnar Már Guðmundsson fékk alltof mikinn tíma inni í teig andstæðinganna sem að hann nýtti til fulls. Eftir mark Eyjamanna var eins og slökkt hefði verið á þeim en þá drógu þeir sig aðeins neðar á völlinn sem hleypti HB aftur inn í leikinn. Hálfleiksræða Hermanns Hreiðarssonar virtist vera að skila árangri en hans menn gáfu heldur betur í eftir að flautað hafði verið til leiks í seinni hálfleik og bjuggu til enn fleiri færi. En eins og í fyrri hálfleik þá missti liðið tökin á leiknum og Færeyingarnir fóru að koma boltanum meira á framherja sína, sem sóttu aukaspyrnur inni á vallarhelmingi Eyjamanna. Ein slík aukaspyrna skilaði loks árangri á 65. mínútu þegar að hárnákvæm fyrirgjöf Christian Mouritsen fór á kollinn á Johan Troest Davidsen sem kom boltanum framhjá David James í markinu. Dökkklæddir leikmenn HB virtust vera nokkuð ánægðir með stöðuna því þeir tóku upp á því að tefja við hvert einasta tækifæri það sem eftir var og náðu að stöðva sóknaraðgerðir Eyjamanna og ganga stoltir af velli með útivallarmark, sem gæti verið nóg til þess að fleyta þeim áfram í næstu umferð. Gunnar Már Guðmundsson: Þetta var gríðarlega svekkjandi„Þetta var gríðarlega svekkjandi, við áttum að klára þá í fyrri hálfleik þar sem við fáum tækifæri til þess sem við nýtum ekki,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson markaskorari Eyjamanna í leiknum í kvöld gegn HB frá Færeyjum. Gunnar sagði markið hafa verið gríðarlegt kjaftshögg og hélt áfram og sagði: „Það vita allir hvað mark á útivelli telur mikið í svona keppni,“ sagði Gunnar Már en Færeyingar skoruðu jöfnunarmarkið nokkuð gegn gangi leiksins þegar um 25 mínútur voru eftir. „Við vorum búnir að horfa á myndbönd og vissum hvernig þeir myndu spila og þeir eiga bara eitt færi í leiknum. Eftir að við fáum markið á okkur þá dettur okkar leikur niður en við verðum bara að girða okkur í brók og taka þá á útivelli,“ sagði Gunnar sem er nokkuð bjartsýnn fyrir útileiknum en hann verður leikinn eftir slétta viku á gervigrasi í Færeyjum. Hermann Hreiðarsson: Þetta var aldrei aukaspyrna„Þeir sem horfa á þennan leik og skilja fótbolta þeir vita það alveg að við áttum að ganga frá þessari umferð í dag,“ sagði Hermann Hreiðarsson svekktur í leikslok eftir jafntefli sinna manna gegn HB frá Þórshöfn í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Eyjamenn fengu á sig jöfnunarmarkið eftir nokkuð ódýra aukaspyrnu sem dæmd var á Brynjar Gauta Guðjónsson, Hermann hafði þetta um málið að segja: „Þetta var aldrei aukaspyrna og þetta voru dýr mistök hjá dómaranum.“ „Við fáum færi til að skora 4-5 mörk og þessi umferð á að vera frágengin, en þetta jöfnunarmark er rosalegt kjaftshögg því þeir eru ekkert búnir að reyna á okkur og við erum með þennan leik í okkar höndum,“ sagði Hermann Hreiðarsson sem vildi einnig hrósa sínum mönnum fyrir flottan fótbolta sem sást á köflum í dag þar sem Eyjamenn tættu Færeyingana í sig. Fróði: Við erum ekki vanir því að spila á grasi„Auðvitað vildum við vinna en þetta eru nokkuð ásættanleg úrslit því núna eigum við útivallarmarkið og heimavöllinn eftir,“ sagði Fróði Benjaminsen fyrirliði HB Tórshavn eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn sterkum Eyjamönnum í dag. „Við byrjuðum illa, nokkrir af okkar leikmönnum runnu á vellinum því við erum ekki vanir að spila á grasi. Þeir byrjuðu mun betur en við sóttum í okkur veðrið og seinni hálfleikurinn var allt í lagi,“ sagði Fróði en Eyjamenn spiluðu mun betur í fyrri hálfleiknum og voru óheppnir að vera ekki búnir að setja fleiri mörk. „ÍBV er líkamlega sterkara lið heldur en liðin sem eru í færeysku deildinni og við vissum það fyrir leikinn. Þeir eru með leikmenn sem eru líkamlega sterkir en einnig með leikmenn sem eru snöggir,“ sagði Fróði að lokum sem getur prísað sig sælan með 1-1 jafntefli og útivallarmark fyrir heimaleikinn sem verður í næstu viku.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira