Handritum laumað burt í skjóli nætur Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Bókasafnsvörðurinn Abdoulaye Cisse vissi að flest handritin voru komin í öruggar hendur. nordicphotos/AFP Aldraður bókasafnsvörður í Timbuktu hafði komið stærstum hluta dýrmætra fornrita í öruggt skjól þegar íslamistar kveiktu í bókasafni borgarinnar fyrir hálfum mánuði. Fáir vissu af þessu, ekki einu sinni flest starfsfólk safnsins. „Þessi handrit eru sjálfsmynd okkar,“ segir Abdoulaye Cisse, umsjónarmaður bókasafnsins í Timbuktu sem herskáir íslamistar kveiktu í 23. janúar. „Fólk heldur að saga okkar sé aðeins munnleg, ekki rituð. Það eru þessi handrit sem sanna að við áttum okkur ritaða sögu.“ Íslamistar höfðu ráðið ríkjum í borginni í tíu mánuði þegar franski herinn mætti til leiks og hrakti þá burt. Áður en þeir flúðu kveiktu þeir í bókasafninu en vissu ekki að einungis hluti handritanna var á staðnum. Meðan þeir stjórnuðu borginni framfylgdu þeir af hörku strangri bókstafstúlkun á íslömskum lögum, svipað því sem talibanar höfðu gert í Afganistan rúmum áratug fyrr. Þeir hreinsuðu burt öll ummerki um það sem þeir töldu vera hjáguðadýrkun eða hégóma, lögðu grafhýsi helgra manna í rúst, lokuðu hárgreiðslustofum og bönnuðu konum að mála sig í framan. Þá bönnuðu þeir alla tónlist, þótt Malí sé þekkt fyrir fjölskrúðuga tónlistarhefð. Þegar þeir kveiktu í bókasafninu höfðu Cisse og nokkrir vitorðsmenn hans forðað megninu af handritunum í öruggt skjól. Fáir vissu hins vegar af þessu og meira að segja starfsfólk bókasafnsins brast í grát þegar eyðileggingin blasti við. Það var aldraður maður, Abba Alhadi, sem átti stærstan þátt í að koma handritunum undan. Hann var húsvörður í gamla bókasafninu, sem áður hýsti handritin. Íslamistarnir stóðu í þeirri trú að nýbúið væri að flytja allan bókakostinn yfir í nýja bókasafnið, sem þeir kveiktu svo í. Þangað voru hins vegar aðeins komin um tvö þúsund handrit af alls 30 þúsund, sem voru í gamla safninu. Alhadi hafði undanfarna mánuði troðið dýrmætum handritum ofan í tóma hveiti- eða hrísgrjónapoka og laumast með þá að næturlagi á handvagni yfir í annan bæjarhluta þar sem hann kom þeim í hendur bílstjóra á flutningabílum eða vélhjólamanna. Þeir óku síðan með handritin yfir að árbökkum Nígerfljóts og þaðan voru þau flutt niður ána á litlum bátskænum til bæjarins Mopti, sem enn var í höndum stjórnarhersins. Loks voru þau flutt áfram til höfuðborgarinnar Bamako, þar sem þau voru vandlega geymd á öruggum stað á meðan nýja safnið brann. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Aldraður bókasafnsvörður í Timbuktu hafði komið stærstum hluta dýrmætra fornrita í öruggt skjól þegar íslamistar kveiktu í bókasafni borgarinnar fyrir hálfum mánuði. Fáir vissu af þessu, ekki einu sinni flest starfsfólk safnsins. „Þessi handrit eru sjálfsmynd okkar,“ segir Abdoulaye Cisse, umsjónarmaður bókasafnsins í Timbuktu sem herskáir íslamistar kveiktu í 23. janúar. „Fólk heldur að saga okkar sé aðeins munnleg, ekki rituð. Það eru þessi handrit sem sanna að við áttum okkur ritaða sögu.“ Íslamistar höfðu ráðið ríkjum í borginni í tíu mánuði þegar franski herinn mætti til leiks og hrakti þá burt. Áður en þeir flúðu kveiktu þeir í bókasafninu en vissu ekki að einungis hluti handritanna var á staðnum. Meðan þeir stjórnuðu borginni framfylgdu þeir af hörku strangri bókstafstúlkun á íslömskum lögum, svipað því sem talibanar höfðu gert í Afganistan rúmum áratug fyrr. Þeir hreinsuðu burt öll ummerki um það sem þeir töldu vera hjáguðadýrkun eða hégóma, lögðu grafhýsi helgra manna í rúst, lokuðu hárgreiðslustofum og bönnuðu konum að mála sig í framan. Þá bönnuðu þeir alla tónlist, þótt Malí sé þekkt fyrir fjölskrúðuga tónlistarhefð. Þegar þeir kveiktu í bókasafninu höfðu Cisse og nokkrir vitorðsmenn hans forðað megninu af handritunum í öruggt skjól. Fáir vissu hins vegar af þessu og meira að segja starfsfólk bókasafnsins brast í grát þegar eyðileggingin blasti við. Það var aldraður maður, Abba Alhadi, sem átti stærstan þátt í að koma handritunum undan. Hann var húsvörður í gamla bókasafninu, sem áður hýsti handritin. Íslamistarnir stóðu í þeirri trú að nýbúið væri að flytja allan bókakostinn yfir í nýja bókasafnið, sem þeir kveiktu svo í. Þangað voru hins vegar aðeins komin um tvö þúsund handrit af alls 30 þúsund, sem voru í gamla safninu. Alhadi hafði undanfarna mánuði troðið dýrmætum handritum ofan í tóma hveiti- eða hrísgrjónapoka og laumast með þá að næturlagi á handvagni yfir í annan bæjarhluta þar sem hann kom þeim í hendur bílstjóra á flutningabílum eða vélhjólamanna. Þeir óku síðan með handritin yfir að árbökkum Nígerfljóts og þaðan voru þau flutt niður ána á litlum bátskænum til bæjarins Mopti, sem enn var í höndum stjórnarhersins. Loks voru þau flutt áfram til höfuðborgarinnar Bamako, þar sem þau voru vandlega geymd á öruggum stað á meðan nýja safnið brann.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent