Tvíburarnir hætta á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2013 18:30 Kristin og Marie Hammarström Mynd/NordicPhotos/Getty Sænsku landsliðskonurnar og tvíburarnir Kristin og Marie Hammarström hafa báðar ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en þær hafa verið lykilleikmenn í sænska landsliðinu síðustu ár. Báðar enduðu þær Kristin og Marie ferilinn sem liðsfélagar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kopparbergs/Göteborg FC en þær hófu ferilinn hjá KIF Örebro og léku þá við hlið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Kristin og Marie Hammarström voru báðar í liði Svía sem sló íslenska landsliðið út úr átta liða úrslitum EM í sumar. Marie Hammarström skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu og Kristin Hammarström hélt marki sínu hreinu í 4-0 sigri. Systurnar eru 31 árs gamlar en þær fæddust 29. mars 1982. Kristin er markvörður en Marie miðjumaður. Báðar rökstuddu þær ákvörðun sína á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. „Ég er búin að æfa á hæsta stigi í fimmtán ár og hef spilað yfir 200 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta er orðið ágætt. Fjölskylduaðstæðurnar höfðu líka áhrif. Maðurinn minn býr og vinnur í Örebro og það hefur gengið upp í eitt ár en er ekki gott fyrirkomulag. Fyrir utan það erum við að hugsa um að stofna fjölskyldu," sagði Marie Hammarström við heimasíðu sænska sambandsins. „Ég hef hugsað um það að hætta í eitt ár og ég er ánægð að ég beið með það og fékk að upplifa það að spila á EM á heimavelli. Þetta var krefjandi sumar. Sænska deildin er ekki lengur eins spennandi og það eru tvö ár í næsta stórmót sem er langur tími," sagði Kristin Hammarström um ákvörðun sína. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Sænsku landsliðskonurnar og tvíburarnir Kristin og Marie Hammarström hafa báðar ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en þær hafa verið lykilleikmenn í sænska landsliðinu síðustu ár. Báðar enduðu þær Kristin og Marie ferilinn sem liðsfélagar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kopparbergs/Göteborg FC en þær hófu ferilinn hjá KIF Örebro og léku þá við hlið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Kristin og Marie Hammarström voru báðar í liði Svía sem sló íslenska landsliðið út úr átta liða úrslitum EM í sumar. Marie Hammarström skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu og Kristin Hammarström hélt marki sínu hreinu í 4-0 sigri. Systurnar eru 31 árs gamlar en þær fæddust 29. mars 1982. Kristin er markvörður en Marie miðjumaður. Báðar rökstuddu þær ákvörðun sína á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. „Ég er búin að æfa á hæsta stigi í fimmtán ár og hef spilað yfir 200 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta er orðið ágætt. Fjölskylduaðstæðurnar höfðu líka áhrif. Maðurinn minn býr og vinnur í Örebro og það hefur gengið upp í eitt ár en er ekki gott fyrirkomulag. Fyrir utan það erum við að hugsa um að stofna fjölskyldu," sagði Marie Hammarström við heimasíðu sænska sambandsins. „Ég hef hugsað um það að hætta í eitt ár og ég er ánægð að ég beið með það og fékk að upplifa það að spila á EM á heimavelli. Þetta var krefjandi sumar. Sænska deildin er ekki lengur eins spennandi og það eru tvö ár í næsta stórmót sem er langur tími," sagði Kristin Hammarström um ákvörðun sína.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira