Casper kannast ekki við fullyrðingar Gests Kristján Hjálmarsson skrifar 12. júní 2013 10:58 Gestur Valur sagðist vera að klára handrit fyrir Adam Sandler og hefði vinnuaðstöðu hjá Casper Christensen. „Já, ég veit hver hann er, en hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir danski grínistinn Casper Christensen um Íslendinginn Gest Val Svansson. Gestur Valur, sem skrifaði handritið að Tríó-þáttunum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í byrjun árs að hann væri búinn að selja sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood og að kaupandinn væri enginn annar en bandaríski grínistinn Adam Sandler. „Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," hafði Fréttablaðið eftir Gesti Val þá. Myndin bæri vinnuheitið The Last Orgasm en Gestur Valur sagðist ekki mega tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Þá sagðist Gestur Valur hafa komist í kynni við Sandler í gegnum vin sinn - danska grínistann Casper Christensen, sem er best þekktur yfir hlutverk sitt í Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram," hafði Fréttablaðið eftir Gesti Val. Þá sagðist Gestur sjá sjálfur um að skrifa handritið ásamt meðhöfundum frá Hollywood og að hann væri kominn með vinnuaðstöðu hjá Casper Christensen í Kaupmannahöfn. Casper segist vita hver Gestur Valur er. „Hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir Casper. „Ég hef heldur ekki séð þetta handrit."Segir málið í ferli Gestur Valur hefur ekki svarað símtölum frá fréttastofu í dag. Á mánudaginn sagði hann málið í ferli. „Ég var að senda frá mér fyrsta uppkast og bíð nú eftir svörum frá þeim. Á þó von á því að þetta taki smá tíma, maður veit aldrei. Ég ætla að vinna í stuttmynd í sumar, það er næst á dagskrá," sagði Gestur Valur á mánudaginn.Fékk pening frá íslenskum athafnamönnum Í DV í dag kemur fram að nokkrir íslenskir athafnamenn hafi lagt Gesti Val til peninga vegna verkefnisins. Hann hafi vantað fjármagn til að ljúka við handritið og lofað greiðslum þegar peningarnir kæmu að utan. DV hafði samband við Heather Parry, kvikmyndaframleiðanda sem vinnur hjá framleiðslufyrirtæki Adam Sandler. Hún kom af fjöllum þegar blaðamaður spurði hana út samstarf Gests Vals og Sandlers. „Við erum ekki að vinna með honum," hefur DV eftir Parry. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
„Já, ég veit hver hann er, en hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir danski grínistinn Casper Christensen um Íslendinginn Gest Val Svansson. Gestur Valur, sem skrifaði handritið að Tríó-þáttunum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í byrjun árs að hann væri búinn að selja sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood og að kaupandinn væri enginn annar en bandaríski grínistinn Adam Sandler. „Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," hafði Fréttablaðið eftir Gesti Val þá. Myndin bæri vinnuheitið The Last Orgasm en Gestur Valur sagðist ekki mega tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Þá sagðist Gestur Valur hafa komist í kynni við Sandler í gegnum vin sinn - danska grínistann Casper Christensen, sem er best þekktur yfir hlutverk sitt í Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram," hafði Fréttablaðið eftir Gesti Val. Þá sagðist Gestur sjá sjálfur um að skrifa handritið ásamt meðhöfundum frá Hollywood og að hann væri kominn með vinnuaðstöðu hjá Casper Christensen í Kaupmannahöfn. Casper segist vita hver Gestur Valur er. „Hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir Casper. „Ég hef heldur ekki séð þetta handrit."Segir málið í ferli Gestur Valur hefur ekki svarað símtölum frá fréttastofu í dag. Á mánudaginn sagði hann málið í ferli. „Ég var að senda frá mér fyrsta uppkast og bíð nú eftir svörum frá þeim. Á þó von á því að þetta taki smá tíma, maður veit aldrei. Ég ætla að vinna í stuttmynd í sumar, það er næst á dagskrá," sagði Gestur Valur á mánudaginn.Fékk pening frá íslenskum athafnamönnum Í DV í dag kemur fram að nokkrir íslenskir athafnamenn hafi lagt Gesti Val til peninga vegna verkefnisins. Hann hafi vantað fjármagn til að ljúka við handritið og lofað greiðslum þegar peningarnir kæmu að utan. DV hafði samband við Heather Parry, kvikmyndaframleiðanda sem vinnur hjá framleiðslufyrirtæki Adam Sandler. Hún kom af fjöllum þegar blaðamaður spurði hana út samstarf Gests Vals og Sandlers. „Við erum ekki að vinna með honum," hefur DV eftir Parry.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira