Casper kannast ekki við fullyrðingar Gests Kristján Hjálmarsson skrifar 12. júní 2013 10:58 Gestur Valur sagðist vera að klára handrit fyrir Adam Sandler og hefði vinnuaðstöðu hjá Casper Christensen. „Já, ég veit hver hann er, en hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir danski grínistinn Casper Christensen um Íslendinginn Gest Val Svansson. Gestur Valur, sem skrifaði handritið að Tríó-þáttunum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í byrjun árs að hann væri búinn að selja sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood og að kaupandinn væri enginn annar en bandaríski grínistinn Adam Sandler. „Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," hafði Fréttablaðið eftir Gesti Val þá. Myndin bæri vinnuheitið The Last Orgasm en Gestur Valur sagðist ekki mega tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Þá sagðist Gestur Valur hafa komist í kynni við Sandler í gegnum vin sinn - danska grínistann Casper Christensen, sem er best þekktur yfir hlutverk sitt í Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram," hafði Fréttablaðið eftir Gesti Val. Þá sagðist Gestur sjá sjálfur um að skrifa handritið ásamt meðhöfundum frá Hollywood og að hann væri kominn með vinnuaðstöðu hjá Casper Christensen í Kaupmannahöfn. Casper segist vita hver Gestur Valur er. „Hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir Casper. „Ég hef heldur ekki séð þetta handrit."Segir málið í ferli Gestur Valur hefur ekki svarað símtölum frá fréttastofu í dag. Á mánudaginn sagði hann málið í ferli. „Ég var að senda frá mér fyrsta uppkast og bíð nú eftir svörum frá þeim. Á þó von á því að þetta taki smá tíma, maður veit aldrei. Ég ætla að vinna í stuttmynd í sumar, það er næst á dagskrá," sagði Gestur Valur á mánudaginn.Fékk pening frá íslenskum athafnamönnum Í DV í dag kemur fram að nokkrir íslenskir athafnamenn hafi lagt Gesti Val til peninga vegna verkefnisins. Hann hafi vantað fjármagn til að ljúka við handritið og lofað greiðslum þegar peningarnir kæmu að utan. DV hafði samband við Heather Parry, kvikmyndaframleiðanda sem vinnur hjá framleiðslufyrirtæki Adam Sandler. Hún kom af fjöllum þegar blaðamaður spurði hana út samstarf Gests Vals og Sandlers. „Við erum ekki að vinna með honum," hefur DV eftir Parry. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Já, ég veit hver hann er, en hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir danski grínistinn Casper Christensen um Íslendinginn Gest Val Svansson. Gestur Valur, sem skrifaði handritið að Tríó-þáttunum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í byrjun árs að hann væri búinn að selja sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood og að kaupandinn væri enginn annar en bandaríski grínistinn Adam Sandler. „Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," hafði Fréttablaðið eftir Gesti Val þá. Myndin bæri vinnuheitið The Last Orgasm en Gestur Valur sagðist ekki mega tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Þá sagðist Gestur Valur hafa komist í kynni við Sandler í gegnum vin sinn - danska grínistann Casper Christensen, sem er best þekktur yfir hlutverk sitt í Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram," hafði Fréttablaðið eftir Gesti Val. Þá sagðist Gestur sjá sjálfur um að skrifa handritið ásamt meðhöfundum frá Hollywood og að hann væri kominn með vinnuaðstöðu hjá Casper Christensen í Kaupmannahöfn. Casper segist vita hver Gestur Valur er. „Hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir Casper. „Ég hef heldur ekki séð þetta handrit."Segir málið í ferli Gestur Valur hefur ekki svarað símtölum frá fréttastofu í dag. Á mánudaginn sagði hann málið í ferli. „Ég var að senda frá mér fyrsta uppkast og bíð nú eftir svörum frá þeim. Á þó von á því að þetta taki smá tíma, maður veit aldrei. Ég ætla að vinna í stuttmynd í sumar, það er næst á dagskrá," sagði Gestur Valur á mánudaginn.Fékk pening frá íslenskum athafnamönnum Í DV í dag kemur fram að nokkrir íslenskir athafnamenn hafi lagt Gesti Val til peninga vegna verkefnisins. Hann hafi vantað fjármagn til að ljúka við handritið og lofað greiðslum þegar peningarnir kæmu að utan. DV hafði samband við Heather Parry, kvikmyndaframleiðanda sem vinnur hjá framleiðslufyrirtæki Adam Sandler. Hún kom af fjöllum þegar blaðamaður spurði hana út samstarf Gests Vals og Sandlers. „Við erum ekki að vinna með honum," hefur DV eftir Parry.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði