Erlent

Kettirnir fyrst tamdir í Kína

Brjánn Jónasson skrifar
Samband manna og katta hefur verið náið í að minnsta kosti 5.300 ár. Þó er ólíklegt að kínversku bændurnir hafi stundað dýralækningar á ferfættu vinum sínum.
Samband manna og katta hefur verið náið í að minnsta kosti 5.300 ár. Þó er ólíklegt að kínversku bændurnir hafi stundað dýralækningar á ferfættu vinum sínum. Fréttablaðið/gva
Forfeður nútíma húskatta voru fyrst tamdir af kínverskum kornbændum fyrir um 5.300 árum síðan, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var á fornum beinum.

Rannsóknin, sem fjallað er um á vef Science News, sýndi að kettir nærðust á nagdýrum sem átu korn bændanna. Nagdýrin ollu bændunum greinilega vanda, því þeir hönnuðu kornhlöður til að verjast músum og rottum.

Þá sýnir greining á beinunum að einn kattanna lifði góðu lífi fram á háan aldur, og virðast bændurnir hafa gefið einhverjum þeirra mat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×