Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2013 08:39 Frá Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Vilhelm. Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. Samkvæmt skipulaginu verður æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af árið 2015, norður-suðurbrautin lögð af 2022 og flugvallarstarfsemi með öllu árið 2024. Borgarráð gerir ráð fyrir að geta strax tekið ný svæði til uppbyggingar vegna lokunar litlu brautarinnar. Í sérstakri bókun meirihlutans segir að framkvæmdir geti hafist við blandaða byggð á Hlíðarendasvæði. Þó verði horft til vinnu flugvallarnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs áður en lokið verður við skipulag Skerjafjarðar. Óvíst er hins vegar hvort þessi áform borgarinnar ná fram að ganga. Fyrir helgi hafnaði fjárlaganefnd Alþingis að bæta inn í fjárlagafrumvarp næsta árs tillögu sem heimilað hefði afsal á flugvallarlandi í eigu ríkisins til Reykjavíkurborgar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefnar, skýrði þá niðurstöðu með því að verið væri að vinda ofan af samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, frá því í vor um sölu flugvallarlandsins. Það er í samræmi við yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í síðasta mánuði. Þar lagðist hann alfarið gegn lokun þriðju brautarinnar, enda ekkert fjallað um að loka henni í nýlegu samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vísaði hins vegar í þingræðu á föstudag til eldri samninga ríkis og borgar, allt frá árinu 1999, þegar hún sagði að ríkið myndi standa við samninga og tilkynna um lokun þriðju brautarinnar fyrir áramót. Brautinni yrði þó ekki lokað fyrr en niðurstaða flugvallarnefndar lægi fyrir. Tengdar fréttir Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira
Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. Samkvæmt skipulaginu verður æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af árið 2015, norður-suðurbrautin lögð af 2022 og flugvallarstarfsemi með öllu árið 2024. Borgarráð gerir ráð fyrir að geta strax tekið ný svæði til uppbyggingar vegna lokunar litlu brautarinnar. Í sérstakri bókun meirihlutans segir að framkvæmdir geti hafist við blandaða byggð á Hlíðarendasvæði. Þó verði horft til vinnu flugvallarnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs áður en lokið verður við skipulag Skerjafjarðar. Óvíst er hins vegar hvort þessi áform borgarinnar ná fram að ganga. Fyrir helgi hafnaði fjárlaganefnd Alþingis að bæta inn í fjárlagafrumvarp næsta árs tillögu sem heimilað hefði afsal á flugvallarlandi í eigu ríkisins til Reykjavíkurborgar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefnar, skýrði þá niðurstöðu með því að verið væri að vinda ofan af samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, frá því í vor um sölu flugvallarlandsins. Það er í samræmi við yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í síðasta mánuði. Þar lagðist hann alfarið gegn lokun þriðju brautarinnar, enda ekkert fjallað um að loka henni í nýlegu samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vísaði hins vegar í þingræðu á föstudag til eldri samninga ríkis og borgar, allt frá árinu 1999, þegar hún sagði að ríkið myndi standa við samninga og tilkynna um lokun þriðju brautarinnar fyrir áramót. Brautinni yrði þó ekki lokað fyrr en niðurstaða flugvallarnefndar lægi fyrir.
Tengdar fréttir Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira
Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00