Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2013 08:39 Frá Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Vilhelm. Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. Samkvæmt skipulaginu verður æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af árið 2015, norður-suðurbrautin lögð af 2022 og flugvallarstarfsemi með öllu árið 2024. Borgarráð gerir ráð fyrir að geta strax tekið ný svæði til uppbyggingar vegna lokunar litlu brautarinnar. Í sérstakri bókun meirihlutans segir að framkvæmdir geti hafist við blandaða byggð á Hlíðarendasvæði. Þó verði horft til vinnu flugvallarnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs áður en lokið verður við skipulag Skerjafjarðar. Óvíst er hins vegar hvort þessi áform borgarinnar ná fram að ganga. Fyrir helgi hafnaði fjárlaganefnd Alþingis að bæta inn í fjárlagafrumvarp næsta árs tillögu sem heimilað hefði afsal á flugvallarlandi í eigu ríkisins til Reykjavíkurborgar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefnar, skýrði þá niðurstöðu með því að verið væri að vinda ofan af samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, frá því í vor um sölu flugvallarlandsins. Það er í samræmi við yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í síðasta mánuði. Þar lagðist hann alfarið gegn lokun þriðju brautarinnar, enda ekkert fjallað um að loka henni í nýlegu samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vísaði hins vegar í þingræðu á föstudag til eldri samninga ríkis og borgar, allt frá árinu 1999, þegar hún sagði að ríkið myndi standa við samninga og tilkynna um lokun þriðju brautarinnar fyrir áramót. Brautinni yrði þó ekki lokað fyrr en niðurstaða flugvallarnefndar lægi fyrir. Tengdar fréttir Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. Samkvæmt skipulaginu verður æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af árið 2015, norður-suðurbrautin lögð af 2022 og flugvallarstarfsemi með öllu árið 2024. Borgarráð gerir ráð fyrir að geta strax tekið ný svæði til uppbyggingar vegna lokunar litlu brautarinnar. Í sérstakri bókun meirihlutans segir að framkvæmdir geti hafist við blandaða byggð á Hlíðarendasvæði. Þó verði horft til vinnu flugvallarnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs áður en lokið verður við skipulag Skerjafjarðar. Óvíst er hins vegar hvort þessi áform borgarinnar ná fram að ganga. Fyrir helgi hafnaði fjárlaganefnd Alþingis að bæta inn í fjárlagafrumvarp næsta árs tillögu sem heimilað hefði afsal á flugvallarlandi í eigu ríkisins til Reykjavíkurborgar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefnar, skýrði þá niðurstöðu með því að verið væri að vinda ofan af samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, frá því í vor um sölu flugvallarlandsins. Það er í samræmi við yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í síðasta mánuði. Þar lagðist hann alfarið gegn lokun þriðju brautarinnar, enda ekkert fjallað um að loka henni í nýlegu samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vísaði hins vegar í þingræðu á föstudag til eldri samninga ríkis og borgar, allt frá árinu 1999, þegar hún sagði að ríkið myndi standa við samninga og tilkynna um lokun þriðju brautarinnar fyrir áramót. Brautinni yrði þó ekki lokað fyrr en niðurstaða flugvallarnefndar lægi fyrir.
Tengdar fréttir Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00