Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2013 08:39 Frá Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Vilhelm. Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. Samkvæmt skipulaginu verður æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af árið 2015, norður-suðurbrautin lögð af 2022 og flugvallarstarfsemi með öllu árið 2024. Borgarráð gerir ráð fyrir að geta strax tekið ný svæði til uppbyggingar vegna lokunar litlu brautarinnar. Í sérstakri bókun meirihlutans segir að framkvæmdir geti hafist við blandaða byggð á Hlíðarendasvæði. Þó verði horft til vinnu flugvallarnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs áður en lokið verður við skipulag Skerjafjarðar. Óvíst er hins vegar hvort þessi áform borgarinnar ná fram að ganga. Fyrir helgi hafnaði fjárlaganefnd Alþingis að bæta inn í fjárlagafrumvarp næsta árs tillögu sem heimilað hefði afsal á flugvallarlandi í eigu ríkisins til Reykjavíkurborgar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefnar, skýrði þá niðurstöðu með því að verið væri að vinda ofan af samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, frá því í vor um sölu flugvallarlandsins. Það er í samræmi við yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í síðasta mánuði. Þar lagðist hann alfarið gegn lokun þriðju brautarinnar, enda ekkert fjallað um að loka henni í nýlegu samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vísaði hins vegar í þingræðu á föstudag til eldri samninga ríkis og borgar, allt frá árinu 1999, þegar hún sagði að ríkið myndi standa við samninga og tilkynna um lokun þriðju brautarinnar fyrir áramót. Brautinni yrði þó ekki lokað fyrr en niðurstaða flugvallarnefndar lægi fyrir. Tengdar fréttir Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. Samkvæmt skipulaginu verður æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af árið 2015, norður-suðurbrautin lögð af 2022 og flugvallarstarfsemi með öllu árið 2024. Borgarráð gerir ráð fyrir að geta strax tekið ný svæði til uppbyggingar vegna lokunar litlu brautarinnar. Í sérstakri bókun meirihlutans segir að framkvæmdir geti hafist við blandaða byggð á Hlíðarendasvæði. Þó verði horft til vinnu flugvallarnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs áður en lokið verður við skipulag Skerjafjarðar. Óvíst er hins vegar hvort þessi áform borgarinnar ná fram að ganga. Fyrir helgi hafnaði fjárlaganefnd Alþingis að bæta inn í fjárlagafrumvarp næsta árs tillögu sem heimilað hefði afsal á flugvallarlandi í eigu ríkisins til Reykjavíkurborgar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefnar, skýrði þá niðurstöðu með því að verið væri að vinda ofan af samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, frá því í vor um sölu flugvallarlandsins. Það er í samræmi við yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í síðasta mánuði. Þar lagðist hann alfarið gegn lokun þriðju brautarinnar, enda ekkert fjallað um að loka henni í nýlegu samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vísaði hins vegar í þingræðu á föstudag til eldri samninga ríkis og borgar, allt frá árinu 1999, þegar hún sagði að ríkið myndi standa við samninga og tilkynna um lokun þriðju brautarinnar fyrir áramót. Brautinni yrði þó ekki lokað fyrr en niðurstaða flugvallarnefndar lægi fyrir.
Tengdar fréttir Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00