Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2013 13:30 Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er veittur frestur til 3. febrúar 2014 til að gera athugasemdir. Samkvæmt skipulaginu verður flugvöllurinn lagður niður í áföngum frá 2015 til 2024 og minnstu flugbrautinni lokað strax. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að staðið yrði við samkomulag um að flugmálayfirvöld tilkynni um lokun brautarinnar fyrir áramót. Henni yrði þó ekki lokað fyrr en flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur hefði komist að niðurstöðu um framtíðarstaðsetningu. Í sérstakri bókun meirihluta borgarráðs segir að framkvæmdir við blandaða byggð geti hafist á Hlíðarendasvæði en horft verði til vinnu flugvallarnefndar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Brotthvarfi flugvallarins er lýst í deiliskipulaginu með þessum lykiltímasetningum: Norðaustur-suðvesturbraut (06-24) lögð af 2013. Æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af 2015. Norður-suðurbraut lögð af 2022. Flugvallarstarfsemi lögð af með öllu 2024. Um flugbrautir segir: „Á skipulagssvæðinu eru tvær flugbrautir; ein norður/suður; merkt 20-02 og ein austur/vestur 32-14. Norð-austur/suð-vestur flugbraut, merkt 06/24 er lögð niður með gildistöku þessa deiliskipulags.“ Leyft verður að gera veg á uppfyllingu út í Fossvog við ylströndina sem eingöngu strætisvagnar fá að aka um vegna nýja hverfisins í Skerjafirði: „Gert er ráð fyrir mögulegri landfyllingu suður fyrir norður/suðurbraut fyrir strætisvagnaleið í tengslum við uppbyggingu íbúðabyggðar í Skerjafirði.“ Þá verður leyft að byggja flugstöð á reit austan við afgreiðslu Flugfélags Íslands. Í almennum skilmálum segir að allar byggingar sem samþykktar eru á svæðinu séu háðar ákvæðum aðalskipulags um tímamörk flugvallarstarfsemi í Vatnsmýrinni. Framkvæmdaaðilar leggi því í framkvæmdir með skilning á því að um tímabundnar byggingar sé að ræða. Hvorki Reykjavíkurborg, né stofnanir hennar, verði skuldbundnar til greiðslu bóta komi til krafa um brottflutning þeirra. Öll mannvirki á svæðinu eftir 2013 skuli hönnuð þannig að auðvelt sé að fjarlægja þau. Þó verður heimilt að byggja við flugstjórnarmiðstöð og flugturn. Tengdar fréttir Borgarráð opnar á breytta legu brauta Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. 20. desember 2013 18:45 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er veittur frestur til 3. febrúar 2014 til að gera athugasemdir. Samkvæmt skipulaginu verður flugvöllurinn lagður niður í áföngum frá 2015 til 2024 og minnstu flugbrautinni lokað strax. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að staðið yrði við samkomulag um að flugmálayfirvöld tilkynni um lokun brautarinnar fyrir áramót. Henni yrði þó ekki lokað fyrr en flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur hefði komist að niðurstöðu um framtíðarstaðsetningu. Í sérstakri bókun meirihluta borgarráðs segir að framkvæmdir við blandaða byggð geti hafist á Hlíðarendasvæði en horft verði til vinnu flugvallarnefndar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Brotthvarfi flugvallarins er lýst í deiliskipulaginu með þessum lykiltímasetningum: Norðaustur-suðvesturbraut (06-24) lögð af 2013. Æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af 2015. Norður-suðurbraut lögð af 2022. Flugvallarstarfsemi lögð af með öllu 2024. Um flugbrautir segir: „Á skipulagssvæðinu eru tvær flugbrautir; ein norður/suður; merkt 20-02 og ein austur/vestur 32-14. Norð-austur/suð-vestur flugbraut, merkt 06/24 er lögð niður með gildistöku þessa deiliskipulags.“ Leyft verður að gera veg á uppfyllingu út í Fossvog við ylströndina sem eingöngu strætisvagnar fá að aka um vegna nýja hverfisins í Skerjafirði: „Gert er ráð fyrir mögulegri landfyllingu suður fyrir norður/suðurbraut fyrir strætisvagnaleið í tengslum við uppbyggingu íbúðabyggðar í Skerjafirði.“ Þá verður leyft að byggja flugstöð á reit austan við afgreiðslu Flugfélags Íslands. Í almennum skilmálum segir að allar byggingar sem samþykktar eru á svæðinu séu háðar ákvæðum aðalskipulags um tímamörk flugvallarstarfsemi í Vatnsmýrinni. Framkvæmdaaðilar leggi því í framkvæmdir með skilning á því að um tímabundnar byggingar sé að ræða. Hvorki Reykjavíkurborg, né stofnanir hennar, verði skuldbundnar til greiðslu bóta komi til krafa um brottflutning þeirra. Öll mannvirki á svæðinu eftir 2013 skuli hönnuð þannig að auðvelt sé að fjarlægja þau. Þó verður heimilt að byggja við flugstjórnarmiðstöð og flugturn.
Tengdar fréttir Borgarráð opnar á breytta legu brauta Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. 20. desember 2013 18:45 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Borgarráð opnar á breytta legu brauta Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. 20. desember 2013 18:45
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00