Erlent

Fréttamenn Al-Jazeera handteknir í Egyptalandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá mótmælum í Kaíró á föstudag.°
Frá mótmælum í Kaíró á föstudag.° mynd/epa
Lögregla í Egyptalandi hefur handtekið hóp fréttamanna á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera í Kaíró, höfuðborg landsins.

Innanríkisráðuneytið segir fréttamennina hafa haldið ólöglega fundi með Bræðralagi múslima sem skilgreint var sem hryðjuverkasamtök í síðustu viku.

Hefur sjónvarpsstöðin, sem hefur höfuðstöðvar í Katar, krafist þess að fólkið verði látið laust án tafar.

Að sögn innanríkisráðuneytisins hafa myndavélar og upptökur og annar búnaður verið gerðar upptækar auk annars búnaðar. Fréttamennirnir eru sakaðir um að hafa flutt fréttir sem séu ógn við þjóðaröryggi Egyptalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×