Erlent

Stálu milljónum kreditkortanúmera hjá Target

Mynd/EPA
Kreditkortaupplýsingum um fjörutíu milljóna viðskiptavina stórverslanakeðjunnar Target í Bandaríkjunum virðist hafa verið stolið eftir að þeir notuðu kort sín í búðunum.

Svo virðist sem tölvubrotin hafi byrjað um síðustu mánaðarmót, þegar Black Friday útsölurnar hófust og staðið í tvær vikur og eru þrjótarnir sagðir hafa fengið aðgang að borgunarkerfum búðanna.

Talsmenn Target segja að málið sé í rannsókn en ekki er ljóst hvrort viðskiptavinir hafi orðið fyrir tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×