Erlent

O'Neal fær að halda Warhol myndinni af Fawcett

Myndin umrædda.
Myndin umrædda.
Leikarinn Ryan O'Neal fær að halda málverki sem verið hefur í fórum hans síðustu ár og málað var af Andy Warhol. Kviðdómur í Los Angeles komst að þessari niðurstöðu í gærkvöldi en málverkið er af Förruh Fawcett, fyrrverandi konu O'Neal. Fawcett, sem á sínum tíma var ein helsta kynbomba heimsins og fræg fyrir hlutverk sitt í Charlies Angels sjónvarpsþáttunum, og lést fyrir nokkru.

Hún hafði arfleitt háskólann í Austin, Texas að eigum sínum og skólinn vildi meina að málverkið, sem gæti verið allt að tólf milljóna dollara að virði, hefði verið í hennar eigu. O'Neal hélt því hinsvegar fram að Warhol hefði málað tvö eins málverk. Annað hefði verið í hans eigu og hitt í eigu Fawcett. Á það féllst kviðdómurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×