Erlent

Khodorkovsky látinn laus

Vladimír Pútín Rússlandsforseti náðaði í morgun auðkýfinginn fyrrverandi, Mikhail Khodorkovsky sem setið hefur í fangelsi síðustu ár. Forsetinn náðaði hann á grundvelli mannúðar en Khodorkovsky var fangelsaður fyrir skattsvik og þjófnað fyrir áratug síðan.

Að sögn talsmanns forsetans var það Kohodorkovsky sjálfur sem bað um náðun í ljósi þess að móðir hans sé veik. Samkvæmt fréttum hefur honum þegar verið sleppt, en hann hefur síðustu ár verið í fangelsi í Norðvesturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×