Erlent

Magnus Carlsen maður ársins hjá Verdens Gang

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnus Carlsen maður ársins hjá Verdens Gang
Magnus Carlsen maður ársins hjá Verdens Gang nordicphotos/epa
Lesendur dagblaðsins Verdens Gang hafa valið skákmanninn Magnus Carlsen mann ársins 2013 en hann varð heimsmeistari í skák á dögunum.

Carlsen lagði Indverjann Viswanathan Anand  af velli í úrslitaeinvíginu en Anand var þá ríkjandi heimsmeistari.

Carlsen var einnig valinn maður ársins árið 2009 og þá aðeins nítján ára gamall.

Carlsen fékk að launum eina og hálfa milljón íslenskra króna í verðlaun fyrir nafnbótina.

Heimsmeistarinn lét vinningsféð renna til Barnaheilla í Noregi og hefur það verið gefið út að peningurinn renni síðan óskiptur til hjálparstarfs í Sýrlandi þar sem mikill fjöldi barna á um sárt að binda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×