Erlent

Gervihjarta grætt í mann

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Franskt fyrirtæki hefur grætt fyrsta gervihjartanu svo vitað sé í líkama manns. Gervihjartað er hannað til að virka með sama hætti og hjarta mannslíkamans og á gervihjartað að endast í fimm ár.

Aðgerðin fór fram á miðvikudag á Gerorges Pompidou sjúkrahúsinu í París. Hún heppnaðist vel og er líðan gervihjartaþegans góð að sögn franskra lækna.

Fylgst er náið með líðan mannsins og er liggur hann á gjörgæsludeild meðan kannað er hvernig líkaminn bregst við gervihjartanu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×