Innlent

Skellt í vöfflur á meðan kjarasamninga er beðið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Jón Júlíus Karlsson
Enn er beðið eftir því að skrifað verði undir kjarasamningana en biðin styttist. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Ríkissáttasemjara skellti í vöfflur á meðan beðið er.

Eins og fram kom í fréttum Vísis fyrir stuttu var stefnt að því að skrifa undir klukkan 19 en samninganefndir aðildarfélaga ASÍ voru kallaðar saman í morgun til að fara yfir samningstilboð frá Samtökum atvinnulífsins.

Uppfært: Svo virðist sem einhver snuðra hafi komist þráðinn í samningaviðræðunum en undirritun samninganna hefur ekki enn farið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×