Innlent

Lægstu laun hækka um fimm prósent

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Einar Ólason
Samningaviðræðum samninganefnda aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) lýkur líklega í kvöld. Þetta kom fram í samtali Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, við fréttastofu.

Þeir lægst launuðustu geta gert ráð fyrir allt að 5 prósenta hækkun á launum sínum og meðaltalslaunin munu hækka um 2,8 prósent.

Eins og fram kom á Vísi í morgun voru samninganefndir aðildarfélaga ASÍ kallaðar saman í morgun til að fara yfir samningstilboð frá Samtökum atvinnulífsins.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Uppfært: Skrifað verður undir samningana klukkan 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×