Erlent

Eigendur ákærðir fyrir manndráp af gáleysi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hermaður gengur um verksmiðjurna eftir brunann.
Hermaður gengur um verksmiðjurna eftir brunann. mynd/AFP
Eigendur verksmiðjunnar sem brann til grunna í Bangladesh fyrir tæpu ári síðan hafa verið ákærðir, ásamt 11 öðrum. Í verksmiðjunni voru framleidd föt fyrir vestræn vörumerki, Walmart og C&A.

111 manns létu lífið í brunanum. Stjórnendurnir og eigendurnir eru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og eiga þeir yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Eigendurnir hafa einnig verið sakaður um brot á byggingarreglugerð því stigagangar hússins voru of þröngir.

Talið er að stjórnendur verksmiðjunnar hafi neitað starfsfólkinu að yfirgefa bygginguna eftir að eldurinn kom upp og um eitt þúsund starfsmenn byggingarinnar lokuðust því inni. Flest þeirra sem fórust köfnuðu í reyk en einnig lést fólk þegar það hoppaði undan eldinum af efri hæðum hússins.

Um fjórar milljónir manna vinna fyrir lágmarkslaunum í fataverksmiðjum á Indlandi. Verksmiðjurnar eru um 4.500 talsins og standa fyrir 80 prósentum útflutningstekna landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×