Erlent

Kastaði sér fram af háhýsi með soninn í fanginu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Faðirinn lést samstundis og drengurinn á spítala skömmu síðar.
Faðirinn lést samstundis og drengurinn á spítala skömmu síðar.
35 ára karlmaður í New York-borg kastaði sér fram af 52 hæða háhýsi með þriggja ára gamlan son sinn í fanginu í gær. Karlmaðurinn lést samstundis og sonurinn á spítala skömmu síðar.

Fram kemur í frétt Sky News að karlmaðurinn, Dmitry Kanarikov, hafi staðið í forræðisdeilu við barnsmóður sína en hann sótti drenginn til hennar fyrr um daginn.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna feðgana ganga inn í bygginguna en að sögn íbúa er ólæst upp á þak hússins og getur því hver sem er gengið þar um.

Lögreglan telur að maðurinn hafi valið bygginguna vegna þess að vinur hans sé íbúi í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×