Erlent

Hönnuður Kalashnikov riffilsins látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikhail Kalashnikov, hönnuður Kalashnikov riffilsins, er látinn. Hann var 94 ára gamall.
Mikhail Kalashnikov, hönnuður Kalashnikov riffilsins, er látinn. Hann var 94 ára gamall. Mynd/AP
Hönnuður Kalahnikov riffilsins, Mikhail Kalashnikov, er látinn, 94 ára að aldri. Hann var lagður inn á spítala með innvortis blæðingar í nóvember síðastliðnum.

Sjálfvirki riffillinn sem hann hannaði og þekkist ef til vill best undir nafninu AK-47, varð fljótt eitt mest notaða og vopn í heiminum. Í dag er riffillinn, sem og nýrri útgáfur af honum, enn notaður víða um heim.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Þrátt fyrir að hafa verið margsinnis heiðraður af stjórnvöldum eystra, hefur Kalashnikov ekki þénað mikið af hönnun sinni. Eitt sinn sagði hann að betra hefði verið ef hann hefði hannað sláttuvél. Mikhail Kalashnikov var sæmdur helstu heiðursorðum Sovétríkjanna og þar meðal fékk hann orðu Lenín. Einnig var hann titlaður hetja Rússlands árið 2009.

Árið 1938 var hann kallaður í Rauða herinn og hann hannaði AK riffilinn eftir að annar hermaður spurði hann hvers vegna Sovétmenn gætu ekki framleitt byssur sambærilegum þeim sem Þjóðverjar notuðu í seinni heimstyrjöldinni.

Kalashnikov hefur ávalt þvertekið fyrir að eiga þátt í þeim fjölda dauðsfalla sem hefur verið valdið með byssum hans, en hefur þó ávalt verið sorgmæddur yfir því að glæpamenn og barnahermenn noti byssur sem hann hannaði.

„Það er sársaukafullt fyrir mig að sjá glæpamenn af öllum gerðum skjóta úr vopnum mínum,“ sagði hann árið 2008.

Kalashnikov var margsinnis heiðraður af stjórnvöldum í Rússlandi sem og Sovíetríkjunum.Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×