Erlent

Jólasveinninn skotinn í Washington

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Jólasveinn sem var að útdeila jólagjöfum komst í hann krappann í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna í gær. Hann var skotinn með loftrifli í bakið og lá jólasveininn óvígur eftir. Myndatökumaður fylgdi jólasveininum eftir og varð vitni af því þegar jólasveinn var skotinn.

„Ég er ánægður með að ég skyldi hafa verið skotinn og enginn annar hafi slasast,“ sagði jólasveinninn í Washington.

Jólasveinninn vildi halda áfram störfum við að útdeila gjöfum til barna í hverfinu en sjúkraflutningamenn töldu ráðlegt að fylgja sveinka á sjúkrahús. Hann er ekki alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×