Erlent

Skotinn til bana á skemmtistað

Einn maður er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn.
Einn maður er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn. mynd/avalon
Maður var skotinn til bana á skemmtistaðnum Avalon í vesturhluta Lundúna í nótt. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með fjölda skotsára og var úrskurðaður látinn klukkan þrjú í nótt. Ekki er búið að bera kennsl á hinn látna.

Skemmtistaðurinn Avalon er við götuna Shaftesbury Avenue og hefur henni verið lokað. Einn maður er í haldi lögreglu í suðurhluta Lundúna grunaður um verknaðinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×