Erlent

Hákarlar vara við sér á Twitter

Um leið og hákarl syndir innan við kílómetra frá strönd á svæðinu eru sjálfvirk viðvörunarskilaboð send út á Twitter.
Um leið og hákarl syndir innan við kílómetra frá strönd á svæðinu eru sjálfvirk viðvörunarskilaboð send út á Twitter. mynd/getty
Vísindamenn í vesturhluta Ástralíu hafa fest staðsetningarflögur við 320 hákarla og vonast þannig til að geta komið í veg fyrir að strandgestir verði fyrir árásum þeirra.

Notast er við samskiptamiðilinn Twitter til að vara strandgesti og yfirvöld við. Um leið og hákarl syndir innan við kílómetra frá strönd á svæðinu eru sjálfvirk viðvörunarskilaboð send út á Twitter.

Samkvæmt prófunum þá hefur það skilað mun betri árangri að senda út skilaboð á Twitter en til að mynda í gegnum útvarp. Vonast er til að með þessu dragi verulega mannskæðum slysum vegna hákarla á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×