Erlent

Rændu skartgripaverslun í jólasveinabúningum

Hjörtur Hjartarson skrifar
Þessir bresku jólasveinar eru líklega saklausir af verknaðinum en lögreglan hefur takmarkaðar vísbendingar.
Þessir bresku jólasveinar eru líklega saklausir af verknaðinum en lögreglan hefur takmarkaðar vísbendingar. Mynd/Getty
Ekki koma allir þeir sem klæddir eru sem jólasveinar, færandi hendi þessi jólin. Það fékk skartgripasali í Tirana í Albaníu að reyna í gær en frá þessu greinir á vef The Guardian.

Fjórir menn, íklæddir jólasveinabúningum þustu inn í verslun hans skömmu fyrir lokun á jóladag, vopnaðir skammbyssum og hríðskotarifflum og rændu skartgripasalann.

Aðeins eigandinn og eiginkona hans voru í búðinni þegar ránið var framkvæmt en Jólasveinarnir fylltu poka sína af dýrmætum skartgripum áður en þeir flúðu vettvanginn á Mercedes Bens bifreið. Hún fannst síðar yfirgefin á afskekktum stað, brunnin til grunna. Þjófanna er nú leitað en lögreglan mun hafa litlar vísbendingar um hverjir stóðu að baki ráninu. Myndband af ráninu má sjá á vefsíðunni LiveLeak.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×