Erlent

Arafat var ekki myrtur

Hjörtur Hjartarson skrifar
Hér má sjá Yasser Arafat leita ráðgjafar hjá herforingja sínum Khalil al-Wazir árið 1987.
Hér má sjá Yasser Arafat leita ráðgjafar hjá herforingja sínum Khalil al-Wazir árið 1987. Mynd/afp
Rússneskir meinafræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu ekki hafi verið eitrað fyrir Yasser Arafat, fyrrverandi leiðtoga Palestínumanna.

Rannsóknin er ein af þremur sem framkvæmdar hafa verið á líki Arafat til að úrskurða um hver dánarorsök hans var. Arafat veiktist skömmu eftir að hafa borðað kvöldmat á heimili sínu í Palestínu. Það var ekki fyrr en nokkrum vikum seinna sem hann var fluttur á spítala í Frakklandi. Þar var hann greindur með alvarlega blóðeitrun og fáum dögum síðar lést hann.

Lík Arafat var ekki krufið þar sem eiginkona hans bað ekki um það. Sjónvarpsstöðin Al-Jazera framkvæmda sjálfstæða rannsókn í fyrra þar sem því var haldið fram að geislavirka efnið pólon hefði fundist í eigum hans. Svissneskir vísindamenn rannsökuðu líkamsleifar hans og var niðurstaðan sú sama, magn pólons var langt yfir eðlilegum mörkum.

Palestínumenn hafa lengi haldið því fram að Ísraelsmenn hafi myrt Arafat og þóttu niðurstöðu rannsóknarinnar renna stoðum undir þá kenningu. Frönsk rannsókn á sama máli gaf hinsvegar af sér allt aðra niðurstöðu. Þar var því haldið fram að Arafat hafi dáið úr garnasýkingu. Og nú taka rússnesku vísindamennirnir undir með kollegum sínum frá Frakklandi, Arafat var ekki myrtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×