Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2013 19:30 Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur, eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, BAe 146, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. „Við höfum verið í viðræðum við flugvöllinn í Reykjavík og við höfum óskað eftir leyfi til að lenda í Reykjavík með Airbus A-319," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2. „Ég veit ekki hvort þeir séu búnir að taka ákvörðun. En ef við fáum ekki leyfi til að lenda A-319 í Reykjavík þá verðum við að flytja til Keflavíkur," segir Magni. Hann segir að þeir muni nota gömlu þoturnar eitthvað áfram en einnig þurfi Atlantic Airways að meta hvort framtíðin sé í Keflavík, vegna tengingar við Ameríkuflug Icelandair, sem gæti einnig auðveldað bandarískum ferðamönnum að heimsækja Færeyjar. Á hinn bóginn segir hann að Færeyingum sem eiga erindi til Reykjavíkur finnist virkilega þægilegt að lenda í miðborginni. Hjá Isavia, rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar, kannast menn ekki við að eiga í viðræðum við Færeyinga um þetta efni, þótt þetta hafi verið orðað í óformlegu spjalli í fyrrasumar, en afstaða verði tekin ef formlegt erindi berst. Forstjóri Atlantic Airways segist hins vegar vera að bíða eftir svari. „Við höfum ekki fengið ákveðið svar enn. Við óskum alla vega eftir að fá lenda Airbus A-319 í Reykjavík. Þá kveðju máttu bera heim til Íslands," segir Magni Arge. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur, eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, BAe 146, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. „Við höfum verið í viðræðum við flugvöllinn í Reykjavík og við höfum óskað eftir leyfi til að lenda í Reykjavík með Airbus A-319," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2. „Ég veit ekki hvort þeir séu búnir að taka ákvörðun. En ef við fáum ekki leyfi til að lenda A-319 í Reykjavík þá verðum við að flytja til Keflavíkur," segir Magni. Hann segir að þeir muni nota gömlu þoturnar eitthvað áfram en einnig þurfi Atlantic Airways að meta hvort framtíðin sé í Keflavík, vegna tengingar við Ameríkuflug Icelandair, sem gæti einnig auðveldað bandarískum ferðamönnum að heimsækja Færeyjar. Á hinn bóginn segir hann að Færeyingum sem eiga erindi til Reykjavíkur finnist virkilega þægilegt að lenda í miðborginni. Hjá Isavia, rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar, kannast menn ekki við að eiga í viðræðum við Færeyinga um þetta efni, þótt þetta hafi verið orðað í óformlegu spjalli í fyrrasumar, en afstaða verði tekin ef formlegt erindi berst. Forstjóri Atlantic Airways segist hins vegar vera að bíða eftir svari. „Við höfum ekki fengið ákveðið svar enn. Við óskum alla vega eftir að fá lenda Airbus A-319 í Reykjavík. Þá kveðju máttu bera heim til Íslands," segir Magni Arge.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira