Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2013 19:30 Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur, eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, BAe 146, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. „Við höfum verið í viðræðum við flugvöllinn í Reykjavík og við höfum óskað eftir leyfi til að lenda í Reykjavík með Airbus A-319," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2. „Ég veit ekki hvort þeir séu búnir að taka ákvörðun. En ef við fáum ekki leyfi til að lenda A-319 í Reykjavík þá verðum við að flytja til Keflavíkur," segir Magni. Hann segir að þeir muni nota gömlu þoturnar eitthvað áfram en einnig þurfi Atlantic Airways að meta hvort framtíðin sé í Keflavík, vegna tengingar við Ameríkuflug Icelandair, sem gæti einnig auðveldað bandarískum ferðamönnum að heimsækja Færeyjar. Á hinn bóginn segir hann að Færeyingum sem eiga erindi til Reykjavíkur finnist virkilega þægilegt að lenda í miðborginni. Hjá Isavia, rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar, kannast menn ekki við að eiga í viðræðum við Færeyinga um þetta efni, þótt þetta hafi verið orðað í óformlegu spjalli í fyrrasumar, en afstaða verði tekin ef formlegt erindi berst. Forstjóri Atlantic Airways segist hins vegar vera að bíða eftir svari. „Við höfum ekki fengið ákveðið svar enn. Við óskum alla vega eftir að fá lenda Airbus A-319 í Reykjavík. Þá kveðju máttu bera heim til Íslands," segir Magni Arge. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur, eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, BAe 146, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. „Við höfum verið í viðræðum við flugvöllinn í Reykjavík og við höfum óskað eftir leyfi til að lenda í Reykjavík með Airbus A-319," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2. „Ég veit ekki hvort þeir séu búnir að taka ákvörðun. En ef við fáum ekki leyfi til að lenda A-319 í Reykjavík þá verðum við að flytja til Keflavíkur," segir Magni. Hann segir að þeir muni nota gömlu þoturnar eitthvað áfram en einnig þurfi Atlantic Airways að meta hvort framtíðin sé í Keflavík, vegna tengingar við Ameríkuflug Icelandair, sem gæti einnig auðveldað bandarískum ferðamönnum að heimsækja Færeyjar. Á hinn bóginn segir hann að Færeyingum sem eiga erindi til Reykjavíkur finnist virkilega þægilegt að lenda í miðborginni. Hjá Isavia, rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar, kannast menn ekki við að eiga í viðræðum við Færeyinga um þetta efni, þótt þetta hafi verið orðað í óformlegu spjalli í fyrrasumar, en afstaða verði tekin ef formlegt erindi berst. Forstjóri Atlantic Airways segist hins vegar vera að bíða eftir svari. „Við höfum ekki fengið ákveðið svar enn. Við óskum alla vega eftir að fá lenda Airbus A-319 í Reykjavík. Þá kveðju máttu bera heim til Íslands," segir Magni Arge.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira