Erlent

Ekki lengur eitt barn á fjölskyldu

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Kínversk stjórnvöld afnámu í dag regluna um „eitt barn á fjölskyldu“, en reglan hefur verið umdeild í landinu um árabil.

Reglunni, sem sett var á til að stemma í stigu við offjölgun í landinu, hefur verið breytt með þeim hætti að fólk, sem á engin systkyni leyfist nú að eignast tvö börn.

Reiknað hefur verið út að fæðingar muni með þessu móti aukast í Kína um 1-2 milljónir næstu ár til viðbótar við þær 15-20 milljón fæðingar sem þar verða ár hvert.

Reglan hefur verið umdeild og hafa mannréttindasamtök víða um heim kallað hana mannréttindabrot. Frá setningu hennar hefur borið mikið á því að stúlkubörn séu borin út, þar sem fýsilegra þykir að eiga drengi.

Kína er fyrir fjölmennasta land í heimi en þar búa um 1.35 milljarður manns. 

Frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×