Erlent

Hvetur kínversk stjórnvöld til að láta Liu Xiaobo lausan úr fangelsi

Höskuldur Kári Schram skrifar
John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti kínversk stjórnvöld í gær til að láta Nóbelsverðlaunahafann Liu Xiaobo lausan úr fangelsi.

Liu Xiaobo hefur setið í varðhaldi frá árinu 2008 en hann hefur barist fyrir auknum mannréttindum í Kína. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010 en kona hans hefur setið stofufangelsi í þrjú ár. Í yfirlýsingu sem Kerry sendi frá sér lýsir hann yfir áhyggjum af stöðu mannréttindamála í Kína og segir að virðing fyrir mannréttindum sé forsenda þess að kínverjar geti tryggt stöðugleika og velsæld til langs tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×