Erlent

Tugir þúsunda kveðja Mandela

Höskuldur Kári Schram skrifar
Búist er við því að tugir þúsunda manna taki þátt í minningarathöfn um Nelson Mandela í Jóhannesarborg í Suður Afríku.

Um sextíu þjóðarleiðtogar verða viðstaddir athöfnina þar á meðal Barack Obama Bandaríkjaforseti, Francois Hollandes forseti Frakklands og David Cameron forsætisráðherra Bretlands.

Þá mun Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna einnig verða viðstaddur athöfnina. Mandela lést á fimmtudag í síðustu viku 95 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×