Erlent

Alþjóðaefnavopnastofnunun fékk friðarverðlaun Nóbels

Samúel Karl Ólason skrifar
Ahmet Uzumcu, forstjóri alþjóðaefnavopnastofnunarinnar tók á móti verðlaununum.
Ahmet Uzumcu, forstjóri alþjóðaefnavopnastofnunarinnar tók á móti verðlaununum. Mynd/EPA
Alþjóðaefnavopnastofnunin fékk friðarverðlaun Nóbels í dag fyrir „víðtæka viðleitni til að eyða efnavopnum,“ eins og segir á heimasíðu Nobel verðlaunanna.

Stofnunin er staðsett í Haag í Hollandi og var stofnuð árið 1997. Forstjóri stofnunarinnar Ahmet Uzumcu sagði verðlaunin vera mikinn heiður og myndi ýta starfi samtakanna áfram. Hann sagði að notkun efnavopna í Sýrlandi hafi verið sorgleg áminning að enn væri nóg fyrir stafni.

Alþjóðaefnavopnastofnunin sendi nýlega eftirlitsmenn til Sýrlands til að sjá um eyðingu efnavopnaforða Sýrlands. Frá þessu er sagt á vef BBC. Það er í fyrsta sinn sem starfsmenn stofnunarinnar starfa á virku stríðssvæði.

Við verðlaunaafhendinguna gagnrýndi Nóbelnefndin Rússland og Bandaríkin fyrir að hafa ekki efnavopnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×