Neymar með þrennu í stórsigri Barcelona - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2013 10:24 Neymar skoraði þrennu á Nývangi í kvöld. Nordicphotos/Getty Arsenal, Dortmund, Schalke, AC Milan og Zenit tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Chelsea, Barcelona og Atlético Madrid voru þegar búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir leiki kvöldsins. Neymar fór á kostum í 6-0 sigri Barcelona á Celtic í kvöld en leikurinn skipti litlu máli enda Barcelona komið áfram og Celtic úr leik. Neymar skoraði þrjú markanna og lagði upp eitt. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax voru manni fleiri í 68 mínútur á móti AC Milan á San Siro en tókst ekki að skora markið sem hefði komið þeim áfram í sextán liða úrslitin. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu. Kevin Grosskreutz var hetja Borussia Dortmund þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Marseille. Markið tryggði Dortmund 2-1 sigur og sæti í sextán liða úrslitunum á kostnað Napoli auk þess að þýska liðið tryggði sér sigur í riðlinum af því að Arsenal tapaði sínum leik. Napoli vann 2-0 heimasigur á Arsenal á sama tíma þökk sé mörkum Gonzalo Higuaín og José Mária Callejón en það var ekki nóg. Öll þrjú liðin enduðu með jafnmörg stig en Arsenal og Borussia Dortmund komust með bestan árangur í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Napoli vantaði bara eitt mark í viðbót. Chelsea vann E-riðilinn eftir 1-0 sigur á Steaua Búkarest en sigurmarkið var sjálfsmark Rúmenanna sem kom strax á tíundu mínútu leiksins. Schalke komst áfram eftir 2-0 heimasigur á Basel.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillChelsea - Steaua Búkarest 1-0 1-0 Sjálfsmark (10.)Schalke 04 - Basel 2-0 1-0 Julian Draxler (51.), 2-0 Joel Matip (57.)F-riðillNapoli - Arsenal 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (73.), 2-0 José Mária Callejón (90.+3).Marseille - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Robert Lewandowski (4.), 1-1 Souleymane Diawara (14.), 1-2 Kevin Grosskreutz (87.)G-riðillAtlético Madrid - Porto 2-0 1-0 Raúl García (14.), 2-0 Diego Costa (37.)Austria Wien - Zenit St. Petersburg 4-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (35.), 1-1 Philipp Hosiner (44.), 2-1 Tomáš Jun (48.), 3-1 Philipp Hosiner (51.), 4-1 Roman Kienast (90.).H-riðillAC Milan - Ajax 0-0Barcelona - Celtic 6-1 1-0 Gerard Piqué (7.), 2-0 Pedro (40.), 3-0 Neymar Jr. (45.), 4-0 Neymar Jr.. (48.), 5-0 Neymar Jr.. (58.), 6-0 Cristian Tello (72.), 6-1 Georgios Samaras (88.)Lokastöðurnar í riðlunum:E-riðill Chelsea 12 Schalke 10 Basel 8 Steaua Búkarest 3F-riðill Dortmund 12 Arsenal 12 Napólí 12 Marseille 0G-riðill Atletico Madrid 16 Zenit 6 Porto 5 Austria Vín 5H-riðill Barcelona 13 AC Milan 9 Ajax 8 Celtic 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Arsenal, Dortmund, Schalke, AC Milan og Zenit tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Chelsea, Barcelona og Atlético Madrid voru þegar búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir leiki kvöldsins. Neymar fór á kostum í 6-0 sigri Barcelona á Celtic í kvöld en leikurinn skipti litlu máli enda Barcelona komið áfram og Celtic úr leik. Neymar skoraði þrjú markanna og lagði upp eitt. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax voru manni fleiri í 68 mínútur á móti AC Milan á San Siro en tókst ekki að skora markið sem hefði komið þeim áfram í sextán liða úrslitin. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu. Kevin Grosskreutz var hetja Borussia Dortmund þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Marseille. Markið tryggði Dortmund 2-1 sigur og sæti í sextán liða úrslitunum á kostnað Napoli auk þess að þýska liðið tryggði sér sigur í riðlinum af því að Arsenal tapaði sínum leik. Napoli vann 2-0 heimasigur á Arsenal á sama tíma þökk sé mörkum Gonzalo Higuaín og José Mária Callejón en það var ekki nóg. Öll þrjú liðin enduðu með jafnmörg stig en Arsenal og Borussia Dortmund komust með bestan árangur í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Napoli vantaði bara eitt mark í viðbót. Chelsea vann E-riðilinn eftir 1-0 sigur á Steaua Búkarest en sigurmarkið var sjálfsmark Rúmenanna sem kom strax á tíundu mínútu leiksins. Schalke komst áfram eftir 2-0 heimasigur á Basel.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillChelsea - Steaua Búkarest 1-0 1-0 Sjálfsmark (10.)Schalke 04 - Basel 2-0 1-0 Julian Draxler (51.), 2-0 Joel Matip (57.)F-riðillNapoli - Arsenal 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (73.), 2-0 José Mária Callejón (90.+3).Marseille - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Robert Lewandowski (4.), 1-1 Souleymane Diawara (14.), 1-2 Kevin Grosskreutz (87.)G-riðillAtlético Madrid - Porto 2-0 1-0 Raúl García (14.), 2-0 Diego Costa (37.)Austria Wien - Zenit St. Petersburg 4-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (35.), 1-1 Philipp Hosiner (44.), 2-1 Tomáš Jun (48.), 3-1 Philipp Hosiner (51.), 4-1 Roman Kienast (90.).H-riðillAC Milan - Ajax 0-0Barcelona - Celtic 6-1 1-0 Gerard Piqué (7.), 2-0 Pedro (40.), 3-0 Neymar Jr. (45.), 4-0 Neymar Jr.. (48.), 5-0 Neymar Jr.. (58.), 6-0 Cristian Tello (72.), 6-1 Georgios Samaras (88.)Lokastöðurnar í riðlunum:E-riðill Chelsea 12 Schalke 10 Basel 8 Steaua Búkarest 3F-riðill Dortmund 12 Arsenal 12 Napólí 12 Marseille 0G-riðill Atletico Madrid 16 Zenit 6 Porto 5 Austria Vín 5H-riðill Barcelona 13 AC Milan 9 Ajax 8 Celtic 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira