Erlent

Fjórtán ára stúlka framdi sjálfsmorð eftir einelti

Samúel Karl Ólason skrifar
Sarah Clerkson framdi sjálfsmorð eftir að hafa orðið fyrir einelti í samkvæmi.
Sarah Clerkson framdi sjálfsmorð eftir að hafa orðið fyrir einelti í samkvæmi.
Hin fjórtán ára Sarah Clerkson, framdi sjálfsmorð eftir að hafa orðið fyrir barðinu á eineltisseggjum í samkvæmi í Englandi á laugardaginn.

Frá því er sagt á vef Dailymail að mikil umræða hafi skapast um málið á samfélagsmiðlum. Að einhverju leyti snerist umræðan um að eineltisseggirnir hafi níðst á Söruh því þeir voru afbrýðissamir út í útlit hennar.

Þó er einnig tekið fram að hún hafi einnig verið miður sín vegna sambands vandræða og vegna einhvers sem hefði komið fyrir.

Áfengi var við hönd í samkvæminu og var Sarah færð inn í herbergi eftir að hún varð veik. Aðrir gestir höfðu áhyggjur af henni og bönkuðu á hurðina. Þegar ekkert svar barst var hurðin spörkuð upp og þá hafði Sarah hengt sig í herberginu.

Sextán ára drengur framkvæmdi lífgunartilraunir þangað til lögreglumenn komu á vettvang, en Sarah lést þegar hún var komin á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×