Erlent

Bandarísku forsetahjónin skiptu um sæti

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Bandaríska forsetafrúin Michelle Obama leit ekki út fyrir að vera ánægð með uppátæki eiginmanns síns, Barack Obama Bandaríkjaforseta, við minningarathöfn Nelson Mandela í gær.

Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis smelltu þau Obama, David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur sjálfsmynd (e.selfie) af sér saman á meðan á minningarathöfninni stóð.

Á einhverjum tímapunkti skiptu þau Obama hjón um sæti og Michelle settist á milli Thorning-Schmidt og eiginmanns síns.

Frá þessu er greint á vefsíðunni The Pundit Press en þar segir að ekki sé vitað um ástæður sætaskiptanna. En myndirnar af hjónunum þykja segja sína sögu.

Mynd/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×