Erlent

Bilun um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Alþjóðlega geimstöðin er á sporbraut um jörðu, í um 330 kílómetra hæð og þeytist um plánetuna okkar á 28 þúsund kílómetra hraða.
Alþjóðlega geimstöðin er á sporbraut um jörðu, í um 330 kílómetra hæð og þeytist um plánetuna okkar á 28 þúsund kílómetra hraða. MYND/NASA

Alvarleg bilun varð í kælikerfi Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS, snemma í morgun. Geimfararnir þrír sem eru um borð eru ekki í hættu samkvæmt upplýsingum frá NASA.

Sem stendur er umfang vandans óljóst, engu að síður er fyllileg ljóst að bilunin tekur til nauðsynlegra kerfa sem flytja rafmagn um geimstöðina.

„Geimfararnir eru ekki í hættu, það er á hreinu,“ sagði Josh Byerly, talsmaður NASA, í samtali við fréttaveitu AFP. „Áhöfnin hefur það gott.“

Byerly sagði að sérfræðingar NASA á jörðu niðri væru nú að vinna úr upplýsingum úr tölvukerfi ISS.

Ákveðið hefur verið að slökkva á nokkrum kerfum geimstöðvarinnar vegna uppákomunnar en önnur mikilvægari kerfi nýta vararafstöðvar.

Sambærileg atvik hafa átt sér stað um borð í ISS og hafa geimfarar oft á tíðum þurft að hætta sér út fyrir geimstöðina til að finna rót vandans.

Alþjóðlega geimstöðin er á sporbraut um jörðu, í um 330 kílómetra hæð og þeytist um plánetuna okkar á 28 þúsund kílómetra hraða. Geimstöðin hringar því jörðina á 90 mínútna fresti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.