Erlent

Loftsteinadrífa skellur á Jörðinni um helgina

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Agnirnar ferðast á 35 kílómetra hraða á sekúndu og gufa upp vegna núnings sem skilur eftir sig hvíta slóð.
Agnirnar ferðast á 35 kílómetra hraða á sekúndu og gufa upp vegna núnings sem skilur eftir sig hvíta slóð. MYND/GETTY

Árlega loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki um helgina. Líkt og síðustu ár má búast við mikilli ljósadýrð á næturhimni, ef veður leyfir.

Þannig má sjá um 100 stjörnuhröp á klukkustund aðfaranótt laugardags og sunnudags.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu verður skýjað annað kvöld en það mun létta til á laugardagskvöld, sérstaklega á Norður- og Austurlandi.

Uppruni Geminítar er margt áhugaverður. Drífan á rætur að rekja til smástirnisins 3200 Phaeton sem tættist í sundur við sólnánd. Jörðin, á ferð sinni um sólina, fer í gegnum slóð smástirnisins með tilheyrandi sjónarspili.

Stjörnufræðivefurinn fjallar um loftsteinadrífuna. Þar kemur fram að stjörnuhröp myndast þegar agnir á stærð við sandkorn falla í gegnum lofthjúp jarðar.

Agnirnar ferðast á 35 kílómetra hraða á sekúndu og gufa upp vegna núnings sem skilur eftir sig hvíta slóð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.