Erlent

Ívar olli eyðileggingu í Svíþjóð og Noregi

Mynd/EPA
Stormurinn Ívar gekk yfir Svíþjóð í nótt og fylgdi honum nokkur eyðilegging. Tæplega sextíu þúsund heimili voru án rafmagns í morgun og einn maður er alvarlega slasaður eftir að tré rifnaði upp með rótum og féll á hann í bænum Östersund.

Þá hafa þök fokið af í heilu lagi, raflínur slitnað og bílar orðið fyrir tjóni að því er lögreglan í Vasternorrland, þar sem ástandið var verst, segir.

Ívar herjaði líka á Norðmenn í nótt og í Þrándalögum eru tæplega þrjátíu þúsund heimili án rafmagns og í gærkvöldi voru þau nær fimmtíu þúsundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×