Erlent

Sakaruppgjöf möguleiki fyrir Snowden

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Snowden hefur þegar birt þúsundir skjala sem varpa ljósi á umfangsmiklar persónunjósnir yfirvalda.
Snowden hefur þegar birt þúsundir skjala sem varpa ljósi á umfangsmiklar persónunjósnir yfirvalda. Mynd/AP Images
Svo gæti farið að bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden fái sakaruppgjöf ef hann og yfirmenn bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar komast að samkomulagi um að stöðva frekari birtingu leynigagna.

Snowden hefur þegar birt þúsundir skjala sem varpa ljósi á umfangsmiklar persónunjósnir yfirvalda í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Talið er að Snowden sé með vel yfir eina og hálfa milljón gagna undir höndum en aðeins um eitt prósent hefur þegar verið birt.

Rick Ledgett, háttsettur stjórnand hjá NSA, hefur farið með rannsókn á lekamálinu mikla.

Hann sagði í samtali við fréttaskýringaþáttinn Sextíu mínútur að vel kæmi til greina að veita Snowden sakaruppgjöf, svo lengi sem að hann hættir að dreifa gögnum til blaðamanna, líkt og hann hefur gert víðsvegar um heiminn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×