Erlent

28 börn létu lífið í loftárás í Sýrlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ástandið í Aleppo er skelfilegt.
Ástandið í Aleppo er skelfilegt. nordicphotos/getty
76 létu lífið í loftárás í Sýrlandi í nótt en þar á meðal voru 28 börn. Árásin var gerð í borginni Aleppo.

Sýrlenska ríkisstjórnin lét sprengju falla á svæði uppreisnarmanna. Síðastliðin eitt og hálft ár hefur mikið stríðsástand verið í borginni og er hún í raun gjöreyðilögð.

Fyrst var greint frá því að töluvert færri hefðu látið lífið en nýjar tölur staðfesta að 76 manns létust í sprengingunni.

Hér að neðan má sjá fréttaflutning að utan þar sem ástandið á svæðinu sést nokkuð vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×