Erlent

Ný uppfinning gæti breytt heimi hjólreiðamannsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kaupmannahafnarhjólið
Kaupmannahafnarhjólið mynd / skjáskot
Vísindamenn hafi fundið upp búnað sem aðstoðar hjólreiðamenn upp brekkur.

Fólk ferðast í auknu mæli á reiðhjólum og telja sérfræðingar að það eigi aðeins eftir að aukast.

Með aukinni mengun í heiminum er það orðið nauðsynlegt að fleiri kjósi þennan frábæra ferðamáta.

Það getur aftur á móti reynst líkamlega erfitt að fara allra sinna ferða á reiðhjóli en nú hefur MIT, Massachusetts Institute of Technology, hannað sérstakt hjól sem aðstoðar hjólreiðarmanninn í erfileikum. Uppfinningin á að breyta heiminum þegar kemur að hjólreiðum.

Uppfinningin hefur fengið nafnið Kaupmannahafnarhjólið en um er að ræða sérútbúið tæki sem sett er á afturhjólið og aðstoðar hjólreiðamanninn upp brekkur.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir kosti Kaupmannahafnarhjólsins en Kaupmannahafnarbúar eru þekktir fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×