Erlent

Tvö ár frá dauða Kim Jong-il

Mynd/EPA
Íbúar Norður Kóreu minnast þess að nú eru liðin tvö ár frá því leiðtogi þeirra, Kim Jong-il, féll frá.

Á fréttamyndum sem borist hafa frá höfuðborginni Pyongyang, má sjá þúsundir yfirmanna í hernum og háttsetta embættismenn minnast leiðtogans og hylla son hans Kim Jong-un sem tók við af honum.

Miklar sviptingar hafa verið í landinu síðustu daga en í síðustu viku var einn nánasti aðstoðarmaður hins unga leiðtoga tekinn af lífi, sakaður um margvíslega glæpi gegn ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×