Erlent

Frægasta skópar Presley fór á níu milljónir á uppboði

Stefán Árni Pálsson skrifar
"Blue suede shoes“ skóparið fór á rúmlega níu milljónir á uppboði
"Blue suede shoes“ skóparið fór á rúmlega níu milljónir á uppboði nordicphotos/getty
Frægasta skópar Elvis Presley hefur nú verið selt á uppboði í Los Angeles fyrir rúmlega níu milljónir íslenskra króna.

Skóparið hefur gengið undir nafninu „Blue suede shoes“ eftir lagi Carl Perkins sem Presley tók eftirminnilega á sjötta áratugnum.

Elvis mun hafa keypt skóparið eftir velgengi árið 1956 þegar lagið „Blue suede shoes“ sló rækilega í gegn í hans flutningi.

Chris Davidson, átti parið áður en hann hafði fjárfest í því árið 1994.

Upphaflega hafði Elvis Presley gefið svaramanni sínum, Joe Esposito, parið eftir að hann hafði lokið herskyldu sinni árið 1960. Elvis Presley lést þann 16. ágúst árið 1977.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×