Erlent

Kortleggur vetrarbrautina með milljón pixla myndavél

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Það er Evrópska geimferðastofnunin (ESA) sem stendur að verkefninu.
Það er Evrópska geimferðastofnunin (ESA) sem stendur að verkefninu. mynd/ESA
Geimsjónaukinn Gaia, sem skotið verður á loft á morgun, er útbúinn milljarð pixla myndavél sem ætlað er að kortleggja vetrarbrautina okkar betur en nokkru sinni áður hefur verið gert.

Sjónaukanum verður skotið á loft frá Frönsku Gíneu og er sagður svo öflugur að hann geti séð mannshár úr þúsund kílómetra fjarlægð.

Með leiðangrinum verður reynt að búa til þrívíða mynd af sólkerfi okkar og er myndavélin sögð sú allra stærsta sem send hefur verið út í geim. Heildarkostnaður við leiðangurinn nemur nærri 120 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×