Erlent

Unnið að viðgerðum í Alþjóðlegu geimstöðinni yfir hátíðarnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Viðgerðirnar fara fram fyrir utan geimstöðina.
Viðgerðirnar fara fram fyrir utan geimstöðina. mynd/afp
Tveir geimfarar munu sinna viðgerðum í Alþjóðlegu geimstöðinni yfir hátíðarnar en bilun varð í kælibúnaði stöðvarinnar þann 11. desember.

Viðgerðirnar fara fram 21., 23. og 25. desember og munu geimfararnir gera við bilunina fyrir utan geimstöðina.

Sex geimfarar eru nú um borð í geimstöðinni. Bandaríkjamennirnir Mike Hopkins og Rick Mastracchio, sem munu sinna viðgerðunum, auk þriggja Rússa og eins Japana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×