Erlent

Áhorfendasvalir hrundu í miðri sýningu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áhorfendasvalir féllu niður í miðri sýningu í Apollo leikhúsinu í London í kvöld.
Áhorfendasvalir féllu niður í miðri sýningu í Apollo leikhúsinu í London í kvöld. Nordicphotos/getty, epa
Áhorfendasvalir hrundu í miðri sýningu í Apollo leikhúsinu í London í kvöld.

Slysið átti sér stað rétt eftir klukkan átta en hluti af svölunum mun hafa hrunið niður á áhorfendur. Samkvæmt yfirvöldum í Bretlandi eru sjö eru alvarlega slasaðir eftir slysið og um 80 manns særðust lítillega. Lögregluyfirvöld unnu í töluverðan tíma að því að koma fólki út úr leikhúsinu.

Samkvæmt fjölmiðlum í Bretlandi er ekki ljóst hvort einhver dauðsföll sé um að ræða en leikhússalurinn var fullur af áhorfendum sem voru viðstaddir sýninguna the Curious Incident Of The Dog in the Night-time.

Áhorfendasalurinn mun hafa verið svo gott sem fullur, en salurinn tekur tæplega átta hundruð manns í sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×